Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 1999 kemur í ljós að 14,6% af eignum sjóðanna eru í erlendum gjaldmiðlum. Lífeyrissjóður verkfræðinga er með hæsta hlutfall eigna í erlendum gjaldmiðlum um síðustu áramót eða 44,3%.
Samkvæmt 36. grein lífeyrissjóðalaganna er einstökum lífeyrissjóðum nú heimilt að takmarka áhættu í erlendum gjaldmiðlum í heild við 50% af hreinni eign viðkomandi sjóðs. Hjá flestum sjóðum er enn nokkuð í land að þetta takmark náist á þessu ári, en Landssamtök lífeyrissjóða hafa talið eðlilegra að miða við 60% markið, ef á annað borð er talið nauðsynlegt að setja slíkar takmarkanir í lög. Hér er birtur listi yfir þá lífeyrissjóði þar sem eignir lífeyrisssjóðanna í erlendum gjaldmiðlum voru yfir 20% af heildareignum miðað við síðustu áramót: 1. Lífeyrissjóður verkfræðinga 44,3 % 2. Lífeyrissjóðurinn Hlíf 38,6% 3. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 38,2 % 4. Lífeyrissjóður Suðurlands 33,7% 5. Lífeyrissjóður starfsm. sveitarfélaga 32,4% 6. Lífeyrissjóður Austurlands 27,5 % 7. Frjálsi lífeyrissjóðurinn 27,1 % 8. Lífeyrissjóður lækna 27,1% 9. Lífeyrissjóður Norðurlands 27,0% 10. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 26,2 % 11. Lífeyrissjóðurinn Eining 25,4 % 12. Séreignalífeyrissjóðurinn 25,1 % 13. Lífeyrissjóður Vestfirðinga 25,0 % 14. Lífeyrissj. arkitekta og tæknifr. 21,5 % 15. Lífeyrissjóður Suðurnesja 21,1% 16. Lífeyrissjóður sjómanna 20,0 %