14,0% raunávöxtun hjá Lífeyrissjóði Norðurlands.

Raunávöxtun Lífeyrissjóðs Norðurlands nam 14% á síðasta ári. Það er einkum góð ávöxtun á innlendum hlutabréfum sem skýrir þessa góðu afkomu ársins, en ávöxtun innlendra hlutabréfa hjá sjóðnum var 76,5% á árinu. Hlutfall innlendra hlutabréf var 17,7% af heildar eignasafni sjóðsins.  Afkoma Séreignardeildar var einnig mjög góð. Deildin rekur tvö vel áhættudreifð söfn sem sjóðfélagar geta valið um. Safn I sem er áhættuminna og Safn II sem er áhættumeira og hefur hærra hlutfall hlutabréfa. Nafnávöxtun Safns I var 17% á árinu og nafnávöxtun á Safni II var 27,5%. Heildareignir sjóðsins í árslok voru 47,5 milljarðar króna í árslok. Iðgjöld ársins námu 2.132 milljónum króna og lífeyrisgreiðslur námu 1.267 milljónum króna.