Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri SÍ er hrein eign lífeyrissjóðanna 3.509 ma.kr. í lok desember 2016.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri SÍ er hrein eign lífeyrissjóðanna 3.509 ma.kr. í lok desember 2016.

Samkvæmt upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands nam hrein eign lífeyrissjóða 3.509 ma.kr. í lok desember og hafði því hækkað um 164 ma.kr. eða 4,9% á milli mánaða. Hækkunina má að stórum hluta til rekja til framlags ríkissjóðs í kjölfar á breytingum laga um A deild LSR sem samþykkt var á Alþingi í desember.

Hrein eign samtryggingadeilda nam 3.170 ma.kr. en séreignadeilda 339 ma.kr. Í lok desember námu innlendar eignir lífeyrissjóða 2.751 ma.kr. og höfðu þá hækkað um 113 ma.kr. frá nóvember. Erlendar eignir námu 764 ma.kr. í lok desember og höfðu því hækkað um 50 ma.kr. frá fyrri mánuði.

Ekki liggur fyrir endanlegt uppgjör sjóðanna og því eingungis um bráðabirgðatölur að ræða sem geta tekið breytingum. ()