Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði þann 21. mars sl. starfshóp sem var annars vegar falið að kortleggja árlega fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna og hins vegar að meta hvort æskilegt sé að breyta núverandi löggjöf um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna, einkum með tilliti til þess hvort rétt sé að áskilja lágmarksfjárfestingar erlendis (gólf) eða hámarksfjárfestingar erlendis (þak).
Verulegu máli skiptir fyrir lífeyrissjóði og lífeyrisþega að gengisstöðugleiki sé mikill svo ávöxtun sé örugg og réttindi trygg.
Í starfshópnum sátu Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, formaður, Hersir Sigurgeirsson, dósent við Háskóla Íslands, Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs og Fjóla Agnarsdóttir, hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Starfshópurinn hefur lokið störfum og skilað skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra.
Helstu niðurstöður starfshópsins eru eftirfarandi:
Skýrsla starfshópsins um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna er aðgengileg á vef fjármálaráðuneytisins