Ríkisstjórn Íslands, Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamtök lífeyrissjóða gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu um viðbrögð vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Yfirlýsingin er svohljóðandi:
"Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 10. mars sl. segir að stjórnvöld muni efna til virks samráðs við Samtök fjármálafyrirtækja um viðbrögð þeirra við fyrirsjáanlegum lausafjár- og greiðsluörðugleikum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Síðan yfirlýsingin var gefin hefur útbreiðsla faraldursins verið hröð og fjölmörg ríki hafa gripið til umfangsmikilla ráðstafana til að hefta hana. Þær aðgerðir hafa víðtæk áhrif á efnahagshorfur, allt atvinnulíf, heimili og einstaklinga.
Stjórnvöld hafa átt samráð við Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamtök lífeyrissjóða um þá stöðu sem upp er komin og þau viðbrögð sem rétt er að grípa til í því skyni að milda áhrif á heimili og fyrirtæki. Er Samkeppniseftirlitið upplýst um það og gerir stofnunin ekki athugasemdir við að aðilar á lánamarkaði eigi með sér samstarf um undirbúning að samkomulagi um fyrirgreiðslur í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er. Slíkt samkomulag er þó háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Af þessu tilefni vilja ríkisstjórn Íslands, Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamtök lífeyrissjóða upplýsa um eftirfarandi:
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir, f.h. Landssamtaka lífeyrissjóða.
Katrín Júlíusdóttir, f.h. Samtaka fjármálafyrirtækja.