Ásta Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin til skrifstofu LL og mun hefja störf 1. febrúar.
Ásta er með master í hagfræði frá Árósarháskóla og bachelor í stærðfræði og hagfræði frá Háskóla Íslands. Ásta hefur tekið grunnfög innan tryggingastærðfræðideildar Kaupmannahafnarháskóla og starfaði sem tryggingastærðfræðingur fyrir lífeyrissjóði í Danmörku, Pensam, ATP og í Edlund, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun reiknikerfa fyrir lífeyrissjóði.
Landssamtökin bjóða Ástu velkomna til starfa.