Landssamtök lífeyrissjóða hafa ákveðið að stofna gagnagrunn með upplýsingum um áunnin lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga í íslenkum lífeyrissjóðum og viðbótarlífeyrissparnaði. Upplýsingarnar komi úr fimm gagnagrunnum sem reknir eru á vegum lífeyrissjóðanna og frá öðrum vörsluaðilum lífeyrissparnaðar.
Sjá nánar
Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða undirrituðu þann 23. apríl s.l. viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila með lánsveð til íbúðarkaupa. Samkvæmt yfirlýsingunni er stefnt að hliðstæðri lausn fyrir þá sem fengu lánsveð til íbúðarkaupa og var samkvæmt svonefndri 110% leið.
Sjá nánar
Föstudaginn 17. maí fór fram doktorsvörn við Háskóla Íslands þar sem Ólafur Ísleifsson hagfræðingur varði doktorsritgerð sína um íslenska lífeyriskerfið. Í verkefninu er lögð áhersla á margvíslega áhættu sem steðjar að lífeyrissjóðunum á komandi tímum vegna fjárhagslegra og lýðfræðilegra þátta. Í verkefninu er sett fram reiknilíkan sem gerir kleift að meta töluleg áhrif breytinga á þessum þáttum.
Þann 18. apríl s.l. var efnt til ráðstefnu þar sem fjallað var um áhættu í lífeyriskerfinu. Fyrirlesarar voru Þórey S. Þórðardóttir, Björn Z. Ásgrímsson, Lúðvík Elíasson, Ólafur Ísleifsson, Steinunn Guðjónsdóttir og Sverrir Ólafsson.
Sjá hér efni frá ráðstefnunni
LL hefur boðað til kynningar-fundar þann 24. maí þar sem Bjarni Júlíusson ráðgjafi mun kynna tillögur að breytingum á verklagi og öryggisþáttum í rekstri UT kerfa.
Aðalfundur LL verður haldinn fimmtudaginn 30. maí 2013, á Grand Hótel Reykjavík.
Fimmtudaginn 30. maí, kl. 13.00 á Grand hótel, flytur Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði, erindi um fjárfestingarumhverfi íslenskra lífeyrissjóða. Aðgangur er öllum opinn. Vinsamlega tilkynna þátttöku á radstefna@ll.is
Félagsmálaskóli alþýðu heldur í samráði við LL halda námskeið fyrir stjórnarmenn lífeyrissjóða til undirbúnings hæfismati FME. Sjá nánar
Eignir lífeyrissjóða jukust um 7,6% frá mars 2012 til mars 2013. Sjá nánar