Stjórn og starfsmenn Landssamtaka lífeyrissjóða óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með ósk um áframhaldandi gott samstarf.
Stjórnvöld kynntu fyrir skemmstu fyrirhugaðar aðgerðir í skuldamálum heimila sem varða viðbótarlífeyrissparnað. Aðgerðirnar eiga að koma til framkvæmda 1. júlí 2014. Samkvæmt þeim verður rétthöfum viðbótarlífeyrissparnaðar gert heimilt að ráðstafa allt að 4% iðgjaldi sínu og 2% mótframlagi launagreiðanda inn á húsnæðislán. Sjá nánar
Frá því vefurinn www.lifeyrisgatt.is var kynntur 29. október sl. hafa um eitt þúsund einstaklingar heimsótt vefinn. Umferð í Lífeyrisgáttina frá vefjum lífeyrissjóðanna hefur einnig verið talsverð eins og sjá má af því að á vefjum þriggja stærstu lífeyrissjóðanna hafa hátt í 3000 sjóðfélagar skoðað þjónustuna beint.
Sérstakur vinnuhópur á vegum LL mun vinna að áframhaldandi þróun Lífeyrisgáttarinnar og undirbúa næstu útgáfu. Allar ábendingar um lagfæringar og viðbætur við Lífeyrisgáttina eru vel þegnar og óskast sendar á ll@ll.is merkt ,,Lífeyrisgáttin tillögur".
Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður smáþjóða af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). Sjá nánar
KPMG hefur gefið út nýja útgáfu af Handbók stjórnarmanna. Sjá nánar
Þann 3. desember sl. var á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins boðað til fundar um málefnið ,,Er þörf á nýsköpun í fjárfestingum lífeyrissjóðanna?" Sjá nánar
Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Landssamtök lífeyrissjóða og Alþýðusamband Íslands stóðu fyrir morgunverðarfundi 15. nóvember sl. um stöðu lífeyrissjóða í íslensku atvinnulífi, hluthafastefnu þeirra, mikilvægi góðra stjórnarhátta og virkrar samkeppni. Sjá nánar
Ráðstefna um lífeyrismál verður haldin á vegum FME og OECD í Reykjavík 28. febrúar 2014. Nánar auglýst síðar.
Grein eftir Ólaf Pál Gunnarsson, framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins, birt í Fréttablaðinu 14. desember 2013.
Sjá nánar
Grein eftir Gunnar Baldvinsson, formann stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða og framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, í Mbl. 7. desember 2013.
Sjá nánar
Grein eftir Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðing á greiningasviði FME, í vefritinu Fjármál, nóvember 2013.
Sjá nánar
Grein eftir Arnar Jón Sigurgeirsson, sérfræðing á eftirlitssviði FME, í vefritinu Fjármál, nóvember 2013.
Sjá nánar