LL gaf út í mars rafrænt fréttabréf um lífeyrismál sem ber nafnið Vefflugan. Flugunni sem ætlað er að fljúga um veraldarvefinn komst þegar í stað á ágætisflug en tölur sýna að um 8 þúsund manns hafa opnað Veffluguna. Áformað er að næsta fréttabréf Vefflugunnar komi út með haustinu en hægt er að gerast áskrifandi með því að skrá netfang hér. Meðal efnis er áhugaverð grein um "öldrunarsprengjuna" og viðtal við Magnús L. Sveinsson fv. formann VR og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Sjá nánar
Gerður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) í stað Jóns G. Kristjánssonar sem lætur af störfum í sumar vegna aldurs, en hann hefur verið framkvæmdastjóri sjóðsins frá stofnun hans árið 1998. Gerður hefur gegnt stöðu fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar og setið í stjórn LSS fyrir hönd Samband íslenskra sveitarfélaga og jafnframt verið formaður endurskoðunarnefndar sjóðsins.
LL óska Gerði til hamingju með starfið og velfarnaðar.
Nú eru frumvörp til afgreiðslu á Alþingi sem tengjast aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Annars vegar er um það að ræða að sjóðfélagar geti tímabundið notið skattleysis með því að nýta séreignarsparnað og ráðstafa honum til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Hins vegar er leiðrétting verðtryggðra fasteignalána. LL hafa fengið frumvörpin send sér til umsagnar. Allar umsagnir sem LL skila inn eru birtar á heimasíðu LL. Sjá nánar
Undir árslok 2010 var gengið frá samkomulagi um víxlverkanir greiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða. Samkomulagið féll úr gildi um síðustu áramót og ekki er enn ljóst hvernig málum verður hagað til framtíðar. Starfshópur var skipaður af félags- og húnæðismálaráherra sem skilaði skýrslu um málið til ráðherra í febrúar sl. Meðan á vinnu starfshópsins stóð tóku gildi breytingar á almannatryggingalögum með 2. mgr. 3. gr. laga nr. 8/2014. Breytingarnar fela það í sér að umsækjandi um greiðslur hjá TR sem hefur áunnið sér rétt hjá skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, hafi lagt fram umsókn um áunnin réttindi hjá viðkomandi lífeyrissjóðum og sé TR heimilt að fresta ákvörðun og greiðslu þar til upplýsingar um það liggi fyrir. Fulltrúar LL í starfshópnum vöktu athygli á að það hvernig þetta ákvæði verður framkvæmt kunni að hafa veruleg áhrif á víxlverkun greiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða. Aðilar voru sammála um að mikilvægt sé að við framkvæmd ákvæðisins verði samvinna milli TR og lífeyrissjóðanna. Nú er unnið að gerð samkomulags um framkvæmdina sem vonandi mun liggja fyrir fljótlega eftir páska.
Fundurinn verður haldinn 29. apríl kl. 8:00-12:00 á Grand Hótel. Sjá nánar
Tryggingastofnun ríkisins og LL halda í samstarfi námskeið um lífeyrisgreiðslur almannatrygginga, þriðjudaginn 6. maí kl. 9-12
Sjá nánar
Verður haldinn þann 22. maí kl. 11:00 á Grand hótel.
Sjá nánar
LL og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins efndu til kynningarfundar föstudaginn 11. apríl á Hilton Nordica. Á fundinn komu fulltrúar frá Nordic Investment Solutions, Erik Johansson og Carl-Peter Mattsson. Sjá nánar
Haldinn var kynningarfundur þann 4. apríl um frumvarp til laga um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húnsnæðislána og húsnæðissparnaðar.
Með framsögu voru Arnaldur Loftsson og Snædís Ögn Flosadóttir. Sjá nánar