Breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða

Breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða

Eigna- og áhættustýringarnefnd LL stóð í morgun fyrir kynningarfundi á Grand hóteli þar sem Guðmundur Friðjónsson, sviðsstjóri eignastýringarsviðs Brúar lífeyrissjóðs, kynnti fyrir hönd nefndarinnar helstu breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða. Nefndin hefur nú um nokkurra ára skeið haft breytingarnar til umfjöllunar og var frumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi nýverið. Lögin eru nr. 113/2016.

Hægt er að nálgast glærur frá fundinum hér.