Í dag lauk verki þriggja manna nefnd sem gerði úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvörðunum og lagalegu umhverfi lífeyrissjóða í aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi í október 2008. Afraksturinn var kynntur á fréttamannafundi á Grandhóteli í Reykjavík í dag: yfir 800 blaðsíðna skýrsla í fjórum bindum.
Í dag lauk verki þriggja manna nefnd sem gerði úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvörðunum og lagalegu umhverfi lífeyrissjóða í aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi í október 2008. Afraksturinn var kynntur á fréttamannafundi á Grandhóteli í Reykjavík í dag: yfir 800 blaðsíðna skýrsla í fjórum bindum.
Starf nefndarinnar má rekja til þess að stjórn og varastjórn Landssamtaka lífeyrissjóða samþykktu 24. júní 2010 að óska eftir því við Magnús Pétursson ríkissáttasemjara að hann skipaði þriggja manna nefnd „óháðra, óvilhallra og hæfra einstaklinga“ til að fjalla um fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagaumhverfi sjóðanna fyrir hrunið. Í framhaldinu skipaði Magnús þrjá menn í úttektarnefndina: Hrafn Bragason, lögfræðing og fyrrverandi hæstaréttardómara sem jafnframt varð formaður nefndarinnar, Guðmund Heiðar Frímannsson, siðfræðing og prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðin Eyjólfsson viðskiptafræðing.
Úttektarnefndin réð í upphafi tvo sérhæfða starfsmenn að verkefninu og síðar bættist sá þriðji við. Nefndarmenn hafa m.a. rætt við fjölda stjórnarmanna, stjórnenda og annarra starfsmanna lífeyrissjóða, kallað eftir upplýsingum og kannað gögn af ýmsu tagi.
Skýrsluna er að finna hér í fjórum bindum:
1. bindi (2.5 MB)
2. bindi (2.8 MB)
3. bindi (1.2 MB)
4. bindi (1.1 MB)
Glærur frá fréttamannafundi (216 KB)
Kynning frá fréttamannafundi (136 KB)
Samantektarkafli þar sem dregnar eru saman helstu niðurstöður nefndarinnar:
á íslensku (128 KB)
á ensku (148 KB)