Landssamtök lífeyrissjóðanna efna til málstofu um hlutverk og samskipti fjárfesta og stjórnar skráðra félaga á Hótel Reykjavík Grand þriðjudaginn 28. janúar. Þar verða erindi og umræður og áhersla lögð á reglur og viðmið sem gilda um samskipti á hluthafafundum og á milli hluthafafunda.
Málstofunni er ætlað að vera vettvangur skoðanaskipta fjárfesta og stjórnenda félaga um hvernig æskilegt sé að haga stefnumörkun og samskiptum þeirra á milli.
Frummælendur koma úr ýmsum áttum og miðla af þekkingu sinni og reynslu úr ýmsum greinum í atvinnulífinu, háskólasamfélaginu og lífeyrissjóðakerfinu.
Húsið verður opnað kl. 8:30 og strax að loknu morgunkaffi mun Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, setja málstofuna á slaginu kl. 9:00. Að loknum erindum og pallborðsumræðum verður samantekt úr umræðunum og hádegisverður kl. 12:30. Málstofunni lýkur síðan kl. 14:00.
Fundarstjóri málstofunnar verður Bergur Ebbi, rithöfundur og uppistandari.
08:30 | Húsið opnað - Morgunkaffi
09:00 | Fundarsetning
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða
Hlutverk stjórna og starfshættir:
09:10 | Hvað þýða þessar skammstafanir og nýju reglur fyrir fjárfesta og hlutafélög: SRD II og CSRD?
Tómas N. Möller, forstöðumaður lögfræðisviðs Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Um áskoranir og tækifæri. Hvað þýða nýjar reglur um virkari þátttöku hluthafa og sjálfbærniupplýsingar fyrir samskipti fjárfesta og félaga?
09:30 | Leiðarljós eða villuljós fyrir hlutafélög?
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Áhrif leiðbeininga um stjórnarhætti, hluthafastefnur og yfirlýsingar einstakra hluthafa um störf stjórna félaga?
09:50 | Hver á aðkoma hluthafa að málefnum hlutafélaga að vera?
Dr. Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Umboðsskylda, umboðsvandi og valdskipting innan hlutafélaga í ljósi aukinna hluthafaréttinda og kenninga um haghafaræði og hluthafaræði.
10:10 | Pallborðsumræður
10:40 | Samtals- og kaffihlé
Hlutverk eigenda - hluthafafunda:
11:00 | Hvað markar völlinn fyrir samskipti hluthafa og stjórna félaga?
Harald Gunnar Halldórsson, lögmaður á eignastýringasviði LSR
Hlutverk og samspil stjórna og hluthafafunda og einstakra hluthafa við ákvarðanatöku á vettvangi skráðra félaga.
11:20 | Starfskjarastefna félaga
Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri Sólvalla og stjórnarkona í Skaga og Nova og er jafnframt formaður starfskjaranefnda beggja fyrirtækja
Gildandi reglur skv. hlfl. og áhrif SRD II. Hvað skiptir máli til að samþætta vel hagsmuni félags og fjárfesta/hluthafa? Hvar liggja mörkin varðandi hlutverk stjórnar og hluthafa?
11:40 | Nýjar evrópskar reglur um sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja
Heiða Óskarsdóttir, lögmaður og sérfræðingur í stjórnarháttum
Leiðir aukið gagnsæi upplýsinga til breytinga á stjórnarháttum fyrirtækja?
12:00 | Pallborðsumræður
12:30 | Samantekt umræðustjóra
Bergur Ebbi
12:45 | Hádegisverður og samtal