LL fagna því að samkomulagi hefur verið náð um breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna en samkomulagið stuðlar að því að allt launafólk, hvort sem er á opinberum eða almennum vinnumarkaði, njóti sambærilegra lífeyrisréttinda.
Frumvarp sem byggir á samkomulaginu verður lagt fram á Alþingi í vikunni. Verði frumvarpið að lögum taka breytingarnar gildi 1. janúar 2017. Í samkomulaginu fellst að ríki og sveitarfélög munu greiða upp halla A-deilda LSR og LSS (nú Brú) og tryggja óskert réttindi núverandi sjóðfélaga LSR og Brúar. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að á heildina litið eigi breytingarnar að hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn.
Um er að ræða stórt skref þar sem allir munu búa við sama fyrirkomulag í lífeyrismálum og geta fært sig milli lífeyrissjóða hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á réttindi þeirra og því ber að fagna.
Sjá hér frétt á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytis