Seðlabanki Íslands hefur tilkynnt ákvörðun sína um að veita lífeyrissjóðum og öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til fjárfestingar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Heimildin nemur að þessu sinni samanlagt 40 ma.kr. og gildir til loka september.
Sjá nánar frétt á heimasíðu Seðlabanka Íslands.