Hvað er Fjármálavit?
Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla sem hefur verið þróað í samvinnu við kennara og kennaranema. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að auknu fjármálalæsi ungs fólks og veita kennurum innblástur í kennslu um fjármál. Um 150 starfsmenn aðildarfélaga SFF og lífeyrissjóðanna heimsækja um 4000 nemendur í 10. bekk á hverju ári.
Markmið Fjármálavits:
- Að nýta samtakamátt fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi og minna á samfélagslegt hlutverk þeirra í að stuðla að góðu fjármálalæsi.
- Veita kennurum innblástur í kennslu um fjármál með kennsluefni.
- Eiga þátt í að auka fjármálalæsi ungs fólks og gera það betur í stakk búið til að taka ákvarðanir í framtíðinni um fjármál.
- Gera starfsfólki fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða kleift að vinna saman að verkefni sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið.