Haukur Hafsteinsson hættir í sumar hjá LSR eftir í 37 ár í starfi. Haukur hefur starfað að lífeyrismálum allan sinn starfsferil eða frá því hann útskrifaðist úr lögfræði í Háskóla Íslands 1982 og var í forsvari fyrir LSR í 34 ár samfleytt.
Haukur hefur einnig verið varaformaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða frá stofnun samtakanna 18. desember 1998 eða í meira en 20 ár.
Hér er að finna áhugavert viðtal við Hauk þar sem hann lítur til baka og fer yfir sviðið.