Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí sl. og í ljósi þess að almannatryggingar munu flytjast frá heilbrigðis- ráðuneyti til félagsmálaráðuneytisins þann 1. janúar 2008 skipað fimm manna verkefnisstjórn sem vinna skal heildstæðar tillögur um eðlilegar fyrstu aðgerðir, langtíma stefnumótun og nauðsynlegar breytingar á almanna- tryggingalöggjöfinni.
Verkefnisstjórnin skal skila félagsmálaráðherra samræmdum tillögum í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, annars vegar fyrir 1. desember 2007 varðandi eðlilegar fyrstu aðgerðir og hins vegar fyrir 1. nóvember 2008 varðandi þá heildarendurskoðun almannatryggingalöggjafarinnar sem framundan er.
Í verkefnisstjórninni eiga sæti:
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, og Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, munu starfa með verkefnisstjórninni auk hagfræðings félagsmálaráðuneytisins.