Staða lífeyrissjóða í lok september

Eignir lífeyrissjóðaHeildareignir lífeyrissjóða námu tæpum 5.500 ma.kr í lok september og höfðu hækkað um rúmlega 10% að nafnvirði frá áramótum. Erlendar eignir hækkuðu umfram aðrar eignir og námu 33% af heildareignum í lok september en hlutfallið var 30% í lok síðasta árs. Bæði innlendar og erlendar eignir hafa hækkað á árinu og helsta ástæða hlutfallslegrar hækkunar erlendra eigna er veiking krónunnar á tímabilinu.

Sjóðfélagalán dragast saman

Ný útlán lífeyrissjóðaEftir mikla aukningu í lánveitingum lífeyrissjóða til íbúðakaupa undanfarin ár hafa sjóðfélagalán dregist saman frá miðju ári 2020 og undanfarna 3 mánuði hafa uppgreiðslur umfram ný lán numið rúmlega 13 milljörðum króna. Heimilin hafa í auknum mæli verið að færa sig úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð og lánskjör bankanna á óverðtryggðum lánum hafa almennt farið lækkandi. Nú er tæplega fjórðungur íbúðarlána sjóðanna óverðtryggður en viðbúið er að það hlutfall fari hækkandi í framtíðinni.