Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað hóp sem falið er að vinna stutta skýrslu um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna. Hópurinn er skipaður í samráði við LL.
Verkefni hópsins er að kortleggja árlega fjárfestingagetu lífeyrissjóðanna, setja fram æskileg markmið um erlendar eignir þeirra sem og áætlun um hversu hratt lífeyrissjóðirnir gætu náð slíkum markmiðum. Jafnframt skal hópurinn meta hvort æskilegt sé að breyta núverandi löggjöf um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða, einkum með tilliti til þaks eða gólfs á erlendri eign þeirra.
Stefnt er að því að hópurinn ljúki störfum á um tveimur vikum.
Eftirfarandi sitja í hópnum: