Á undanförnum misserum hefur vinnuhópur á vegum LL unnið að því að finna betri leiðir fyrir lífeyrissjóði til að skiptast á skrám sem innihalda trúnaðarupplýsingar. Nokkrar lausnir hafa verið prófaðar og er Signet Transfer lausn Advania þar á meðal. LL stóðu fyrir kynningarfundi þar sem Sigurður Másson, deildarstjóri hugbúnaðarlausna hjá Advania, kynnti framkvæmdastjórum lífeyrissjóða, starfsmönnum sem koma að tæknimálum, áhættueftirliti og eftir atvikum deildarstjórum lífeyrisdeilda lausnina en hún hefur verið í raunprófunum milli Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Greiðslustofunnar undanfarið og gefist vel.
Meðal kosta Signet Transfer kerfisins er að það er fljótlegt og óháð keyrsluumhverfum sjóðanna og kerfið þarfnast ekki uppsetningar vefþjóna eða annars miðlægs búnaðar. Kerfið inniheldur vel skilgreindar aðgangsstýringar og er þar notast við rafræn skilríki bæði fyrir sendanda og móttakanda gagnanna. Kerfið er í heild sinni vistað á Íslandi.
Allt stefnir í að Signet Transfer kerfi Advania verði ofan á og er þess því að vænta að kerfið verði komið í notkun hjá sjóðunum með haustinu.
Kynning Sigurðar Mássonar er því miður ekki aðgengileg sem stendur en verður send með tölvupósti síðar.
Nokkrar myndir frá fundinum: