Ný reglugerð um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða tók gildi vorið 2017. Af því tilefni býður Félagsmálaskóli Alþýðu upp á námskeið um áhættustjórnun lífeyrissjóða þar sem efni reglugerðarinnar verður kynnt. Farið verður yfir hverjar eru áhætturnar í starfi lífeyrissjóða og hvernig skuli meta þær. Rætt verður um hvaða skylda hvílir á lífeyrissjóðunum við að greina og meta áhættu sína og hvaða hlutverki áhættustjóri gegnir innan lífeyrissjóðs, í hverju starf hans felst, hvaða valdsvið hann hefur og hver staða hans er í skipuriti.
Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Félagsmálaskólans