Kynning á embætti umboðsmanns skuldara á miðvikudaginn. MUNA SKRÁNINGU!

Kynning á embætti umboðsmanns skuldara á miðvikudaginn. MUNA SKRÁNINGU!

Fræðslunefnd LL stendur fyrir hádegisfræðslufundi í Gildissalnum, Guðrúnartúni 1, miðvikudaginn 31. október. Skráning á Lífeyrismál.is (undir Landssamtök lífeyrissjóða, Fundir, ráðstefnur og málþing)

Embætti umboðsmanns skuldara veitir einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við úrlausn á fjárhagsvanda og býður upp á almenna ráðgjöf og lögbundin úrræði sem stuðla eiga að endurskipulagningu á fjármálum einstaklinga. Embættið hefur átt góð samskipti við lífeyrissjóði landsins en til embættisins leita meðal annars einstaklingar sem kunna að vera lífeyrisþegar, mögulegir lántakendur og skuldarar lífeyrissjóðanna. Tengsl embættisins við lífeyrissjóðina eru því margskonar og samskiptin mikilvæg. 

Sérfræðingur frá umboðsmanni skuldara annast kynninguna en þar verður meðal annars farið yfir stöðu mála hjá embættinu, þróun umsóknarfjölda og greiningu á þeim hópi sem til embættisins leitar. Auk þess verður farið yfir þá þjónustu og úrræði sem embættið hefur uppá að bjóða.

Kynningin er ætluð starfsmönnum og stjórnarmönnum lífeyrissjóða.

Skráning