Sofnun um fjármálalæsi, Neytendasamtökin, Heimili og skóli, Samtök fjármálafyrirtækja, Umboðsmaður skuldara og Landssamtök lífeyrissjóða sendu menntamálaráðherra fyrr í vikunni áskorun þess efnis að Ísland taki þátt í PISA könnuninni árið 2021. Um er að ræða valkvæðan hluta könnunarinnar en tilgangur hans er að meta hæfni nemenda til að beita fjármálalegri þekkingu sinni og leikni í raunverulegum aðstæðum, þ.m.t. að taka fjármálalegar ákvarðanir.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur nú ákveðið að Ísland taki þátt sem er mikið fagnaðarefni fyrir okkur sem að þessu stöndum.
Fréttatilkynning mennta- og menningarmálaráðuneytis
LL eru aðilar að Fjármálaviti. Starfsfólk sjóðanna er iðið við að heimsækja krakkana í skólunum og fræða þau um fjármál og vekja athygli á lífeyrismálum. Þessar myndir eru frá undirbúningsnámskeiði sl. haust þegar starfsfólkið setti sig í spor krakkanna og leysti þau verkefni sem krakkarnir fá að spreyta sig á í vetur.