Sífellt algengara er að fyrirtæki og aðilar á fjármálamarkaði séu skotmörk þar sem reynt er að svíkja út fjármuni. Þau svik fara oft þannig fram að sendir eru póstar í nafni innri aðila þar sem óskað er eftir millifærslu á ákveðinn reikning (e. CEO fraud) eða að brotist er inn í tölvupósthólf starfsmanns til að breyta millifærsluupplýsingum sem berast í tölvupósti.
Í ljósi þessa hefur Fjármálaeftirlitið sent lífeyrissjóðum og öðrum fyrirtækjum á fjármálamarkaði dreifibréf þar sem þeir eru hvattir til að gæta að netöryggi í starfsemi sinni.