Birta lífeyrissjóður hefur fengið löggilta vottun á jafnlaunakerfi sitt og þar með staðfestingu á að kerfið uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 sem vísað er til í lögum um jafnlaunavottun frá júní 2017. Um er að ræða stóran og mikilvægan áfanga en Birta er fyrst lífeyrissjóða til að fá jafnlaunavottun og segir framkvæmdastjóri Birtu, Ólafur Sigurðsson, vottunina vera vegferð og upphaf, en ekki endastöð.