Fagtímaritið Investment Pension Europe (IPE) hefur valið Frjálsa lífeyrissjóðinn og Almenna lífeyrissjóðinn bestu lífeyrissjóði í Evrópu meðal þjóða með færri en milljón íbúa. Almenni lífeyrissjóðurinn var einnig valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu í flokki lífeyrissjóða á almennum markaði.
Investmentment Pension Europe (IPE) er eitt virtasta tímarit Evrópu um lífeyrismál. Tímaritið veitir þeim lífeyrissjóðum verðlaun sem að mati dómnefndar IPE hafa skarað fram úr í sínu heimalandi og í Evrópu. Breski lífeyrissjóðurinn NEST var valinn besti lífeyrissjóður Evrópu að þessu sinni. Þetta er sextánda árið sem IPE-verðlaunin eru veitt en þau hafa verið veitt árlega frá árinu 2001. Umfang verðlaunanna hefur vaxið ár frá ári sem og fjöldi þátttakenda en þeir voru á fimmta hundrað í ár frá 25 löndum. Veitt voru verðlaun í 16 flokkum eftir landsvæðum og í 13 þemabundnum flokkum auk heildarverðlauna.
LL óska Almenna lífeyrissjóðnum og Frjálsa lífeyrissjóðnum til hamingju!