50 ára afmæli lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði
Landssamtök lífeyrissjóða bjóða til afmælisfagnaðar í Hörpu þriðjudaginn 28. maí og í Hofi 30. maí. Tilefnið er að fimmtíu ár eru liðin frá því skylduaðild að lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði var ákveðin í kjarasamningum sem undirritaðir voru 19. maí 1969.
Þá vill svo til að í ár eru 100 ár liðin frá því fyrstu lífeyrissjóðirnir voru settir á laggir á Íslandi og þess verður að sjálfsögðu minnst líka!
Dagskráin í Hörpu hefst með ávarpi Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, flytur ávarp og að því loknu verður sýnd heimildamyndin Lífeyrissjóðaöldin 1919-2019 þar sem stiklað er á stóru í lífeyrissjóðasögunni á 35 mínútum.
Hátíðarsamkoman í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 28.maí hefst klukkan 16:30.
Dagskráin í Hofi hefst með ávarpi Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, flytur ávarp og að því loknu verður sýnd heimildamyndin Lífeyrissjóðaöldin 1919-2019 þar sem stiklað er á stóru í lífeyrissjóðasögunni á 35 mínútum.
Hátíðarsamkoman í Hofi á uppstigningardag, 30. maí, hefst kl. 15.
Stjórnendur og skemmtikraftar með tónlistarvörður frá ýmsum tímabilum lífeyrissjóðasögunnar verða Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Valur Freyr Einarsson og Jón Ólafsson.
Allir velkomnir!