Yfirlýsing stjórnar Lífeyrissjóðsins Framsýnar um FBA

Á stjórnarfundi Lífeyrissjóðsins Framsýnar, sem haldinn var í hádeginu í dag, var samþykkt yfirlýsing þess efnis að lífeyrissjóðurinn hafi enga aðild átt að stjórn FBA né átt þátt í uppstillingu til stjórnarkjörs.

Yfirlýsing Lífeyrissjóðsins Framsýnar er á þessa leið: "Í framhaldi af kjöri stjórnar Fjárfestingabanka atvinnulífsins á aðalfundi hans 23. febrúar sl. hafa komið fram fullyrðingar Eyjólfs Sveinssonar varaformanns bankaráðs um að tillaga um skipan stjórnar bankans hafi verið sett fram í samráði við alla helstu hluthafa hans. Þetta er ekki í samræmi við staðreyndir málsins. Lífeyrissjóðurinn Framsýn á enga aðild að stjórn bankans né átt þátt í uppstillingu til stjórnarkjörs. Hins vegar hefur frá fyrstu tíð legið fyrir að víðtækur stuðningur gæti orðið um Magnús Gunnarsson sem formann bankaráðsins enda næðist samkomulag um skipan stjórnar að öðru leyti."


Samþykkt á stjórnarfundi Lífeyrissjóðsins Framsýnar 25. febrúar 2000.