Haukur Yngvi Jónasson, lögfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa hjá Landssamtökum Lífeyrissjóða. Hann útskrifaðist frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 2024. Haukur Yngvi starfaði áður sem lögfræðingur fyrir tæknifyrirtækið OK hf. og dótturfyrirtæki þeirra Varist ehf. Landssamtök Lífeyrissjóða hlakka til samstarfsins og bjóða Hauk Yngva velkominn til starfa.