S.l. föstudag var frá því skýrt að Lífeyrissjóðurinn Framsýn hefði hækkað vexti vegna lána til sjóðfélaga um 0,4% frá 1. september s.l.
Vextir af sjóðfélagalánum eru nú 6,2% í stað 5,8% . Að sögn Bjarna Brynjólfssonar, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins Framsýnar, er ástæðan fyrir þessari hækkun sú að breytingar hafa verið á ávöxtun sambærilegra skuldabréfa á markaði.