Úrskurðar- og umsagnarnefnd um samkomulag um samskipti lífeyrissjóða kom saman til fundar 10. október s.l. Í nefndinni eiga sæti; Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem kjörinn var formaður nefndarinnar, Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kjörinn var varaformaður og Örn Arnþórsson skrifstofustjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar.
Hlutverk úrskurðarnefndarinnar er eftirfarandi: 1. Að úrskurða um aðildarbeiðnir að samkomulaginu. 2. Að láta aðildarsjóðum í té umsagnir um, hvernig skýra beri einstök ákvæði samkomulagsins, og um framkvæmd þess. 3. Að úrskurða um álita- eða ágreiningsefni í málum, sem falla undir samkomulagið og hlutaðeigandi lífeyrissjóðir eru sammála um að leita úrskurðar nefndarinnar um. Slíkur úrskurður er bindandi fyrir málsaðila. 4. Að leita lausnar á einstökum málum, sem Landssamtök lífeyrissjóða kunna að vísa til nefndarinnar og samkomulagið varða. Samkomulagið er ætlað fyrir sjóði með mismunandi réttindavinnslu, stigasjóði jafnt sem sjóði sem miða lífeyri sem hlutfall af launum, framreikningssjóði jafnt sem þá, sem ekki framreikna réttindi, sjóði með mismunandi ellilífeyrisaldur o.s.frv. Markmið samkomulagsins um samskipti lífeyrissjóða er að við úrskurðun lífeyrissjóðs um lífeyrisrétt manns, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins, maka hans eða barna, skuli tekið tillit til iðgjaldagreiðslna til annarra lífeyrissjóða. Samkomulagið tekur á framreikningsreglum og skiptingu milli sjóða, upplýsingagjöf á milli sjóða að beiðni umsækjanda um lífeyri og fyrirkomulagi réttindaflutnings á milli sjóða. Eftirtaldir 40 lífeyrissjóðir hafa sótt um aðild að samkomulaginu og mun nefndin fjalla um aðildarbeiðnirnar á næstu fundum sínum: 1. Almennur lífeyrissjóður VÍB 2. Eftirlaunasjóður Olíuverzlunar Íslands 3. Eftirlaunasjóður slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli 4. Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar A-deild 5. Frjálsi lífeyrissjóðurinn 6. Íslenski lífeyrissjóðurinn 7. Lífeyrissjóður arkitekta og tæknifræðinga 8. LífeyrissjóðurAkraneskaupstaðar 9. Lífeyrissjóður Austurlands 10. Lífeyrissjóður bankamanna (stigadeild) 11. Lífeyrisjóður Bolungarvíkur 12. Lífeyrissjóður bænda 13. Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags Íslands 14. Lífeyrissjóður KEA 15. Lífeyrissjóður lækna 16. Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar 17. Lífeyrissjóður Norðurlands 18. Lífeyrissjóður Rangæinga 19. Lífeyrissjóður sjómanna 20. Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar 21. Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar 22. Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogskaupstaðar 23. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, B-deild 24. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, A-deild 25. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 26. Lífeyrissjóður Suðurlands 27. Lífeyrissjóður Suðurnesja 28. Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands 29. Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra 30. Lífeyrissjóður Vestfirðinga 31. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 32. Lífeyrissjóður Vesturlands 33. Lífeyrissjóður verzlunarmanna 34. Lífeyrissjóðurinn Eining 35. Lífeyrissjóðurinn Framsýn 36. Lífeyrissjóðurinn Hlíf 37. Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 38. Sameinaði lífeyrissjóðurinn (ekki valdeild) 39. Samvinnulífeyrissjóðurinn 40. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda