Svíar taka ellilífeyri of snemma.

Þrátt fyrir að tekið hefur verið upp nýtt lífeyriskerfi í Svíþjóð, sem umbunar launamönnum að taka ellilífeyri ekki of snemma heldur að vinna lengur á hinum almenna vinnumarkaði, hefur kerfið ekki komið að því gagni sem að var stefnt. Þessar niðurstöður koma fram í nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD).

Samkvæmt könnun sem gerð var á aldurshópnum 35 til 49 ára í Svíþjóð sögðu 35% kvenna og 50% karla, að þrátt fyrir að hið nýja lífeyriskerfi væri til hagsbóta fyrir þá starfsmenn sem væru lengur á vinnumarkaðinum, þar sem starfsaldur ákvarðaði lífeyrisréttindin, þá hefði þau markmið lífeyriskerfisins engin úrslitaáhrif hvað varðaði þau áform að hætta launaðri vinnu og taka ellilífeyri snemma.



 



Á árinu 1998 tóku Svíar upp nýtt lífeyriskerfi, sem verður orðið full þroskað árið 2020. Lífeyriskerfið leggur mikla áherslu á að hvetja fólk að vinna lengur og afla sér þannig meiri lífeyrisréttinda, samhliða því sem lífeyririnn skerðist umtalsvert ef hann er tekinn snemma. Fram til þessa hafa þó þessi áform ekki borið sýnilegan árangur.



Þessi tilhneiging almennings að vilja taka lífeyri snemma þrátt fyrir skerðingar í fjárhæðum setur ákveðinn lýðfræðilegan þrýsting á OECD. Hækkandi aldur almennings kallar á hærri þjóðarútgjöld vegna meiri þjónustu í heilsu- og umönnunargeiranum, og það jafnvel þó að lífeyriskerfin séu nú almennt byggð þannig upp að þau umbuni fólki sem vill vera lengur á vinnumarkaðinum.



 



Sænska velferðarkerfið greiddi á árinu 2002 2,1 milljón manns lífeyri að fjárhæð 343 milljarða sænskra króna sem var um 16% af landsframleiðslu. Þar af nam ellilífeyririnn um 8% af landsframleiðslu. Þessar tölu eiga eftir að hækka á næstu áratugum og nema um 10% af landsframleiðslu árið 2035, en munu þá eftir það lækka lítillega. Þrátt fyrir að þessi hlutföll séu nokkuð hærri í Svíþjóð en öðrum löndum innan OECD, þá mun hlutfall milli ellilífeyris og landsframleiðslu í Svíþjóð vera svipað og hjá öðrum OECD-löndum um miðbik þessarar aldar.



 



Þá er hið nýja sænska lífeyriskerfi að nokkru leyti ógnað með nýjum tryggingum sem tryggingafélögin bjóða og sem geta gert fyrirtækjum kleift að að kaupa eldri starfsmenn sína út af vinnumarkaðinum, ef svo má að orði komast, og þá með ákveðnum skilyrðum. Þó svo að þessar tryggingar séu í sjálfu sér ekki fjárhagsleg byrði, þá hafa þær þó óbeinar afleiðingar, þar sem þær koma koma þeim skilaboðum áleiðis til fyrirtækja, að eldri starfsmenn séu ekki eins góðir starfskraftar og þeir yngri og að forðast beri því að ráða eldri starfsmenn í vinnu.




 




Úr Global Pensions september 2002.