Skýrsla Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóðina komin út.

Skýrsla er unnin upp úr ársreikningum lífeyrissjóðanna fyrir árið 1999. Í henni er að finna margvíslegar upplýsingar um efnahag, yfirlit yfir breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris, sjóðstreymi, kennitölur auk annarra upplýsinga.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 1999 nam 517,6 ma.kr. samanborið við 407,3 ma.kr. í árslok 1998. Aukningin er 27% sem samsvarar 20% raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs. Ráðstöfunarfé samkvæmt sjóðstreymi á árinu 1999 nam samtals 149,3 ma.kr. samanborið við 129,7 ma.kr. árið á undan. Hrein raunávöxtun var 12% miðað við neysluverðsvísitölu en 7,4% á árinu 1998. Iðgjöld jukust úr 36,7 ma.kr. á árinu 1998 í 49,0 ma.kr. á árinu 1999. Gjaldfærður lífeyrir var 16,3 ma.kr. en var 14,4 ma.kr. árið 1998. Athygli skal vakin á því að skýrslan verður aðeins birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins að þessu sinni og er því ekki fjölrituð. Vefslóðin er http://www.fme.is.