Félagsdómur hefur kveðið úrskurð í máli Alþýðusambands Íslands gegn Samtökum atvinnulífsins vegna túlkunar á samkomulagi aðila frá 13. desember sl. Dómurinn úrskurðaði að útgerðum beri að greiða 1% í séreignasjóð.
Dómurinn úrskurðaði að útgerðum beri að greiða 1% í séreignasjóð vegna fiskimanna innan Sjómannasambands Íslands, í samræmi við samkomulag Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 13. desember fyrir annað launafólk í félögum ASÍ.
Atvinnurekendur túlkuðu samkomulagið á þann veg að það næði ekki til fiskimanna, þar sem þeir hefðu ekki gildan kjarasamning.
Tekið skal fram að framlag vinnuveitenda í séreign er tekið af kauptryggingu sjómanna en ekki launum.