Í nýgerðu samkomulag á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins var samið um 1% framlag vinnuveitenda í séreign, jafnvel þó ekkert framlag komi frá launamanninum.
Samningsákvæðið hljóðar svo: "Samkvæmt gildandi kjarasamningum er vinnuveitenda skylt frá 1. janúar 2002 að greiða 2% mótframlag í séreignarsjóð (eða eftir atvikum sameignarsjóð) gegn 2% viðbótarframlagi launamanns. Samkomulag er um breytingar á þessu ákvæði þannig að frá og með 1. júlí 2002 munu vinnuveitendur greiða 1% framlag í séreignarsjóð launamanns án framlags af hálfu launamanns. Áfram gildir reglan um 2% mótframlag gegn 2% viðbótarsparnaði launamanns og leiðir þessi viðbót ekki til hækkunar á því. Framangreind breyting gildir þó ekki í þeim tilvikum þar sem lög- og samningsbundin lífeyrisframlög vinnuveitenda eru samtals 7% eða hærri. Framlag þetta greiðist til séreignardeidar þess lífeyrissjóðs sem viðkomandi launamaður á aðild að nema launamaður ákveði annað." Ástæðan fyrir þessari breytingu mun vera sú að nokkur fjöldi launamanna telur sig ekki getað lagt til hlíðar af launum sínum í viðbótarlífeyrissparnað, en það var áður forsenda fyrir því að framlag komi frá vinnuveitanda. Nú hefur sem sagt verið samið um 1% skylduframlag vinnuveitenda í séreign, þrátt fyrir að ekkert framlag komi frá launamanninum.