Sala verðbréfa í útboðum minni í ár en á sama tíma í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands nam sala verðbréfa í almennum og lokuðum útboðum fyrstu sex mánuði ársins 20.933 m.kr. Það er umtalsverð lækkun miðað við sama tímabil í fyrra.

Fyrstu sex mánuði ársins í fyrra nam sala verðbréfa í útboðunm alls 29.492 m.kr. Lækkunin er því umtalsverð eða 8.559 m.kr. Mest munar um lækkun á sölu húsnæðisbréfa eða um þrjá miljarða króna og á sölu bankabréfa eða um einn miljarð króna. Þá er um umtalsverðan samdrátt að ræða í sölu verðbréfa ýmissa lánastofnana, atvinnufyrirtækja og félaga eða um tæpa fimm miljarða króna. Fyrstu sex mánuði ársins nam sala húsbréfa um 12.873 m.kr. samanborið við 12.286 m.kr. á sama tíma í fyrra. Vegin meðalávöxtun spariskírteina ríkissjóðs í júní s.l. nam 5,68%. Mánaðarmeðal á ávöxtunarkröfu húsbréfa nam 5,62% í júní s.l.