Samkvæmt endurskoðuðu milliuppgjöri Lífeyrissjóðsins Lífiðnar pr. 30.júní s.l. er hrein eign til greiðslu lífeyris 15.953 mkr. samanborið við 14.544 mkr. í árslok 1999. Heldur hefur því hægt á vexti sjóðsins en það má rekja til lakari ávöxtunar hlutabréfa á fyrstu sex mánuðum þessa árs samanborið við árið 1999.
Hins vegar er áfram útlit fyrir að ávöxtun hlutabréfa verði góð fyrir árið í heild. Raunávöxtun Lífiðnar frá og með júlí 1999 til og með júní 2000 er 13,40% og 13,30% að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar. Hrein raunávöxtun árið 1999 var 14,00% og lækkun nú skýrist eins og áður sagði af lakari ávöxtun hlutabréfasafns. Fjöldi greiðandi sjóðfélaga er nú 4.820 samanborið við 4.594 í árslok 1999. Fjöldi lífeyrisþega er 366 samanborið við 387 í árslok 1999 en um fækkun er að ræða í öllum hópum lífeyrisþega að eftirlaunalífeyrisþegum undanskildum. Fjöldi eftirlaunalífeyris- þega í lok júni var 158 eða 43% af lífeyrisþegum. Heildariðgjöld á fyrri hluta ársins 2000 nema 546 mkr. og útlit fyrir að heildariðgjaldagreiðslur í sjóðinn verði í fyrsta sinn á annan milljarð fyrir árið í heild.