Rafræn skilagrein hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda.

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hefur nýlega opnað heimasíðu á netinu. Að sögn sjóðsins er hann fyrsti lífeyrissjóður landsins sem býður upp á rafræn skil á lífeyrissjóðsiðgjöldum.

Þessi nýjung var þróuð af starfsmönnum sjóðsins í samvinnu við Spuna ehf., en þeir sérhæfa sig í Internetlausnum. Markmið sjóðsins með rafrænum skilum er að einfalda skil á iðgjöldum til sjóðsins og tryggja að skilagreinarnar séu réttar. Þá er þess getið á heimasíðunni að samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 hafi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda fengið það hlutverk að innheimta iðgjöld þeirra sem ekkert greiða til lífeyrissjóðs né tilgreina hann í skattframtali. Grundvöllur innheimtunnar byggist á samkeyrslu gagna frá lífeyrissjóðum og skattyfirvöldum. Nú hafi Söfnunarsjóðurinn hafið innheimtuaðgerðir og sent út innheimtuseðlar til greiðslu. Þeir sem nú þegar hafa lokið greiðslu til viðurkennds lífeyrissjóðs upp á full 10% eru beðnir að hafa samband við lífeyrissjóð sinn sem mun þá senda Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda tölulegar upplýsingar sem þá mun fella niður kröfuna. Veffang Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda er http://www.sl.is