Milliuppgjör Framsýnar: -3,55% raunávöxtun

Lífeyrissjóðurinn Framsýn hefur birt milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Áframhaldandi lækkun á hlutabréfamörkuðum veldur því að ávöxtun sjóðsins er 6,75% sem jafngildir - 3,55% raunávöxtun.

Í tímabilinu janúar til júní á þessu ári hefur vísitala Verðbréfaþings lækkað um 13,95% og heimsvísitala erlendra hlutabréfa hefur lækkað um 11,17% í bandaríkjadölum talið. Lækkað gengi íslensku krónunnar veldur því að erlend hlutabréf sjóðsins hafa ekki lækkað ekki eins mikið. Verðbréfasafn sjóðsins skiptist þannig í lok júní s.l. að 64% er í skuldabréfum og 36% í hlutabréfum. Eign í erlendum myntum er 24,2% en var um 23,6% í árslok 2000. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. fimm ár er samt sem áður 6,4%, sem telja verður góðan fjárfestingarárangur.