Mikill vöxtur hjá Lífeyrissjóðnum Einingu

Lífeyrissjóðurinn Eining hefur birt árshlutauppgjör miðað við 30. júní s.l. Fyrir utan ávöxtunartölur vekur sérstaka athygli mikil aukning á greiðandi sjóðfélögum.

Meðaltal fjölda sjóðfélaga sem greiddi iðgjald til sjóðsins fyrstu sex mánuði þessa árs nam 5.711. Meðaltalið í fyrra voru 5.088 sjóðfélagar. Á árinu 1998 nam fjöldi greiðandi sjóðfélaga 3.527 en ekki nema 489 greiddu iðgjald til sjóðsins að meðaltali á árinu 1996! Hrein raunávöxtun sjóðsins fyrstu sex mánuði þessa árs var 3,8%, en nafnávöxtunin var 9,33%. Síðustu 12 mánuði nam raunávöxtunin 9,5% og nafnávöxtunin 15,5%. Þjónustudeild lífeyrissjóða hjá Kaupþingi hf. vill koma á framfæri hrósi til Landssamtaka lífeyrissjóða fyrir aðgengilega og góða heimasíðu, þar sem gott er að sjá nýjustu upplýsingar varðandi lífeyrismál landsmanna.