Sambandið milli stofnanafjárfesta og fyrirtækja hefur tekið breytingum eftir því sem mikilvægi stjórnskipunar fyrirtækja (corporate governance) hefur öðlast meiri skilning meðal almennings í Evrópu. Þetta má lesa í nýlegri grein í Investment & Pension Europe.
Í Bretlandi, er til dæmis löng hefð fyrir stjórnskipan fyrirtækja á meðan aðrar þjóðir hafa aðeins mjög nýlega tekið þessi mál til ítarlegrar skoðunar. Reglur um stjórnskipan fyrirtæka hafa verið settar í næstum því flestum löndum Evrópu, þar á meðal í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi, Spáni og nýlega í Þýskalandi. Þó reglurnar séu í öllum grundvallaratriðum eins, þá taka þær þó mið af þeim aðstæðum sem ríkja í hverju landi fyrir sig. Í nýlegu viðtali í tímaritinu IPE við Peter Butler, forstjóra Hermes Lens í London, sem hefur verið leiðandi fyrirtæki í Bretlandi um stjórnskipan fyrirtækja, kemur fram sú skoðun hans að nauðsynlegt sé fyrir stofnanafjárfesta að axla alla þá ábyrgð, sem því fylgir að vera hluthafi, þar á meðal að notfæra sér atkvæðisréttinn á hluthafafundum. “Þú getur ekki orðið trúverðugur langtímafjárfestir, ef þú gætir ekki að hagsmunum hluthafanna”, segir Butler. Landssamtök breskra lífeyrissjóða, NAPF, hafa nýlega tekið höndum saman við Thomson Financial E-vote, sem bíður upp á rafrænarlausnir við atkvæðagreiðslur. Stofnafjárfestum er boðin sú þjónustu að nota atkvæðarétt sinn á hluthafafundum með rafrænum hætti. Að sögn Roberts Hayim hjá E-vote þá hafa stofnanfjárfestar orðið fyrir miklum þrýstingi vegna þess að þeir hafa ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum á hluthafafundum. Nú sé hins vegar vaxandi skilningur á því að atkvæðisréttur sé mikils virði fyrir stofnanafjárfesta. Meðal stjórna fyrirtækja, sjóðstjóra og stofnanafjárfesta sé nú talið að góð fyrirtækjastjórnun merki jafnframt gott viðskiptasiðferði. Hér áður fyrr bar meira á því að stjórnvöld sögðu fyrirtækjunum, hvað þau ættu að gera. Nú sé hins vegar lögð meiri áhersla að hvetja hluthafana að taka meira þátt í stjórnskipan fyrirtækjanna. Bent skal jafnframt á reglur Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um stjórnskipan fyrirtækja (Corporate governance), sem er að finna heimasíðu LL undir flokknum “Greinar”.