Nýlega kynnti IMG-Gallup niðurstöður markaðsrannsóknar á vegum Landsbankans-Landsbréfa um viðhorf einstaklinga og fagfjárfesta til verðbréfamarkaðarins í heild. Fram kemur að um 54% almennings er sáttur við ávöxtun lífeyrissjóðanna undafarin tvö ár, þrátt fyrir að meðalraunávöxtun sjóðanna hafi verið neikvæð á umræddu tímabili.
Nánar tiltekið var 53,9% fólks var sáttur við ávöxtun lífeyrissjóðanna, 14% var í meðallagi sáttur en 32,2% var ósáttur.
Þá kom fram í könnun IMG-Gallup að 58% almennings treysti sér ekki að sjá sjálfur um ávöxtun lífeyrissparnaðar síns.
Þegar spurt var um, hvort lífeyrissjóðirnir ættu að fjárfesta erlendis, töldu um helmingur fólks að sjóðirnir ættu að fjárfesta í fyrirtækjum erlendis, 12% að sjóðirnir ættu að neta slíkt sjálfir en 38% var andvígur erlendum fjárfestingum lífeyrissjóðanna.
Tæplega helmingur almennings veit lítið um það, hvernig lífeyrisjsóðir ávaxta sjóði sína og um 64% fylgist ekki reglulega með ávöxtun á lífeyrissparnaði sínum.