LL gefa úr leiðbeinandi starfsreglur fyrir stjórnir lífeyrissjóða.

Landssamtök lífeyrissjóða hafa gefið út leiðbeiningar um efni starfsreglna fyrir stjórnir lífeyrissjóða. Var bæði stuðst við lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, svo og við sambærilegar vinnureglur fjölmargra lífeyrissjóða. Tilgangurinn með þessari útgáfu er að auðvelda stjórnarmönnum samningu slíkra reglna

Í 6. kafla laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er fjallað um hlutverk og skyldur stjórnarmanna til almenns eftirlits með starfsemi lífeyrissjóðsins og skal það m.a. felast í því að fylgjast með að starfsemin sé í samræmi við lög og samþykktir sjóðsins og að hafa eftirlit með rekstri, bókhaldi og ráðstöfun eigna sjóðsins. Í lögunum er auk þess kveðið á um að það falli undir verkefni stjórnar að setja sér starfsreglur og gera tillögur til breytinga á samþykktum, sem lagðar skulu vera fyrir ársfund. Starfsreglur stjórnar lífeyrissjóða hljóta að mestu að vera sniðnar eftir ákvæðum laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þannig geta starfsreglunar orðið eins konar gátlisti fyrir stjórnarmenn lífeyrissjóðanna. Í stað þess að þurfa að fara yfir allan lagabálkinn um lífeyrissjóðina, eru ákvæðin um skyldur og ábyrgð stjórnarmanna dregnar saman í eina greinargerð, þó ekki þurfi að vera um tæmandi upptalningu að ræða. Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða ákvað á fundi sínum fyrri skömmu að gefa út leiðbeiningar um efni starfsreglna fyrir stjórnir lífeyrissjóða. Var bæði stuðst við lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, svo og við sambærilegar vinnureglur fjölmargra lífeyrissjóða. Tilgangurinn með þessari útgáfu er að auðvelda stjórnarmönnum samningu slíkra reglna.