Lífeyrissjóður sjómanna hefur gert samstarfssamning við Kaupþing um rekstur séreignardeildar sjóðsins.
Samstarfinu verður þannig háttað að Kaupþing mun annast móttöku iðgjalda, skráningu og ávöxtun fjármuna séreignardeildarinnar, en upplýsingar, ráðgjöf og bein tengsl við sjóðfélagana verða jöfnum höndum hjá lífeyrissjóðnum og Kaupþingi. Félagar í séreignardeild geta því hvort heldur sem er snúið sér til sjóðsins eða samstarfsaðilans út af sínum málum. Í samningi Lífeyrissjóðs sjómanna og Kaupþings er m.a. fjallað um uppbyggingu á verðbréfaeign sjóðsins samkvæmt fjárfestingarstefnu sem stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna markar hverju sinni. Kaupþing sér einnig um markaðs- og kynningarmál fyrir hönd sjóðsins. Öll þjónusta Kaupþings við sjóðfélaga verður í nafni Lífeyrissjóðs sjómanna.