Lífeyrissjóður sjómanna: Raunávöxtun var neikvæð um 0,3% í fyrra.

Raunávöxtun Lífeyrissjóðs sjómanna á árinu 2000 var neikvæð um 0,3%. Ávöxtun innlendra og erlendra hlutabréfa var neikvæð á árinu og endurspeglast það í ávöxtun sjóðsins.

Meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. 5 ár nam 6,83% og hrein raunávöxtun sjóðsins var neikvæð um 0,51%. Eignir sjóðsins í erlendum gjaldmiðlum nam 21%, sem er svipað hlutfall og í árslok 1999. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 41.162 m.kr. í árslok 2000 og heildarlífeyrisskuldbindingar voru neikvæðar um 4.494 m.kr. eða um - 6%. Fjöldi greiðandi sjóðfélaga nam 3.897, sem er nokkur fækkun frá fyrra ári en lífeyrisþegum fjölgaði hins vegar milli ára um 130 og voru alls 2.864 talsins. Ársfundur Lífeyrissjóðs sjómanna verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, 16. maí n.k. kl. 16.00.