Íslensk stjórnvöld taka undir sjónarmið ASÍ og SA í lífeyrismálum.

Fyrir EFTA-dómstólnum er nú rekið mál gegn norska alþýðusambandinu sem snýst um hvort kjarasamningsbundin aðild á tilteknum lífeyrissjóðum stangist á við samkeppnisreglur EES samningsins. ASÍ og Samtök atvinnulífsins fóru þess sameiginlega á leit við fjármálaráðherra að hann sendi EFTA dómstólnum skriflegar athugasemdir til stuðnings málstað norska alþýðusambandsins og var orðið við því.

Fyrr í vetur óskaði Alþýðusamband Íslands eftir samvinnu við Samtök Atvinnulífsins vegna norsks máls sem rekið er fyrir EFTA-dómstólnum. Í málinu er m.a. fjallað um það hvort kjarasamningur um lífeyrissparnað og skylduaðild að tilteknum lífeyrissjóðum sé andstæður samkeppnisreglum 53 og 54.gr. EES-samningsins. Saman fóru þessi samtök þess á leit við fjármálaráðherra að Ísland sendi dómstólnum skriflegar athugasemdir þar sem tekið yrði undir kröfu norska Alþýðusambandsins. Með bréfi dags. 6. mars sl. tilkynnti fjármálaráðuneytið síðan ASÍ og SA að Ísland hefði orðið við þessum tilmælum og tekið undir þau sjónarmið sem fram koma í erindi ASÍ og SA.


Sjá nánar heimasíðu ASÍ: www.asi.is