Hlutfall hlutabréfa í eignasafni lífeyrissjóða í Hollandi eykst stöðugt.

Ávöxtun hollenskra lífeyrissjóða var mjög mismunandi á síðasta ári. Fjárfestingarárangurinn var frá 0,8% upp í 31,3%. Slíkur munur á ávöxtunartölum er sá mesti á síðustu 10 árum. Lífeyrissjóðir sem fjárfestu í hlutabréfum sýndu mun betri árangur en þeir sjóðir sem fjárfestu aðallega í skuldabréfum.

<mf>42% ávöxtun hlutabréfa. Meðalávöxtun í hlutabréfasafni hollenskra lífeyrissjóða nam 42% á síðasta ári, sem má rekja til mikillar hækkunar á verði hlutabréfa síðasta ársfjórðunginn. Þrátt fyrir framúrskarandi ávöxtun hlutabréfa var meðalávöxtun hollenskra lífeyrissjóða þó mun lægri eða 16,3%, sem þó má telja mjög viðunandi árangur. Ástæða þess að ávöxtunin varð ekki meiri má eingöngu rekja til frekar dapurlegs ávöxtunar á skuldabréfum. Hæst var ávöxtunin hjá Lífeyrissjóði Shell eða 28%. Lífeyrissjóðurinn hefur fjárfest um það bil 75% í hlutabréfum. Stærsti lífeyrissjóður Hollands, ABF, var með 10% ávöxtun sem má rekja til þess að aðeins 40% af eignum sjóðsins er í hlutabréfum. Annar stærsti lífeyrissjóður Hollands, PGGM, sýndi 22,7% ávöxtun en hlutabréfaeign þess sjóðs er um 61% af heildareignum. Í öllum meginatriðum héldu hollenskir lífeyrissjóðir áfram að fjárfesta meira í hlutabréfum en í öðrum fjárfestingarkostum. Hlutabréf sem hlutfall af eignum hjá lífeyrissjóðum í Hollandi var allt frá 11% upp í 80%. Einna hæst var hlutfallið hjá Shell og IBM eða um 70% í hlutabréfum en hjá u.þ.b. helmingi hollenskra lífeyrissjóða var hlutfall hlutabréfa í eigasöfnum milli 35% til 51%. Ef litið er á fimm ára meðaltal á nam ávöxtun hlutabréfa hjá hollensku lífeyrissjóðunum um 25,6%, sem var langtum betri fjárfestingarárangur en ávöxtun í skuldabréfum og fasteignum yfir sama tíma. Ef síðasti áratugur er skoðaður sérstaklega, þá hafa hollenskir lífeyrissjóðir aukið jafnt og þétt fjárfestingar sínar í hlutabréfum. Á árinu 1990 námu hlutabréfin um 20% af heildareignum sjóðanna, en nú eru hlutabréfin komin upp í 47% af eignunum. Á síðasta áratug nam meðalávöxtun hlutabréfanna u.þ.b. 16% sem var næstum því tvöfalt hærri ávöxtun en af skuldabréfum og fasteignum yfir sama tímabil.


Heimild: European Pension News, EPN, 17.apríl 2000