Gott ár hjá Lífeyrissjóðnum Framsýn

Árið 1999, sem var fjórða starfsár Lífeyrissjóðsins Framsýnar, er að sögn forráðamanna sjóðsins það besta frá stofnun hans. Hrein raunávöxtun nam 14,72% ,sem er sú hæsta sem verið hefur. Lífeyrissjóðurinn Framsýn er þriðji stærsti sjóður landsins með heildareignir um síðustu áramót sem nema 45.579 m.kr.

Lífeyrissjóðurinn Framsýn hefur nú birt afkomutölur sínar fyrir árið 1999. Árið er talið það besta frá stofnun sjóðsins. Hrein raunávöxtun var 14,72% sem er sú hæsta sem verið hefur. Ávöxtunina má rekja til mikillar hækkunar á hlutabréfum sjóðins, jafnt innlendum sem erlendum. Þannig nam nafnávöxtun innlenndrar hlutabréfaeignar sjóðsins 44,5% og erlendrar verðbréfaeignar um 55%. Meðalraunávöxtun síðustu 4 ár eða frá því að sjóðurnn var stofnaður er 9.69%. Alls greiddu rúmlega 30 þúsund launþegar til sjóðsins á síðasta ári eða 2.4% fleiri en á árinu 1998. Í árslok áttu rúmlega 123 þúsund manns réttindi í sjóðnum. Samkvæmt tryggingafræðilegri athugun á sjóðurinn 9.309 m. kr. umfram heildarskuldbindingar í árslok 1999. Ársfundur sjóðsins verður haldinn 26. apríl n.k. Þá verður lögð fram tillaga stjórnar sjóðsins um að hækka greiðslur til núverandi lífeyrisþegar að undanskildum barnalífeyrisþegum um 7% . Réttindi annarra sjóðfélaga munu hækka um sömu prósentu. Það er því óhætt að fullyrða að árið 1999 var Lífeyrissjóði Framsýnar afar hagstætt.