Fulltrúaráðs- fundar LL verður haldinn 13. nóvember n.k.

Landssamtök lífeyrissjóða boða til fulltrúaráðsfundar þriðjudaginn 13. nóvember n.k. í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík.

Dagskrá fundarins er á þessa leið: Kl.10.00. Fundur settur Greint frá starfsemi Landssamtaka lífeyrissjóða. - Þórir Hermannsson, formaður LL. Kl. 10.20 Lífeyriskerfin á Norðurlöndum, svo og helstu niðurstöður skýrslu um sveigjanleg starfslok á Norðurlöndum. - Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands Kl.11.05 Sagt frá starfsemi PPM í Svíþjóð. - Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri LL. Kl. 11.20 Önnur mál. Kl. 11.40 Fundarslit Sérhver lífeyrissjóður tilnefnir 2 fulltrúa í fulltrúaráð Landssamtaka lífeyrissjóða. Auk þeirra eiga sæti í fulltrúaráðinu stjórn og varastjórn samtakanna. Fulltrúaráð skal boðað til fundar á milli aðalfunda eða þegar fimm fulltrúaráðsmenn eða fleiri bera um það ósk til formanns. Verkefni fulltrúaráðsins skal vera að ræða sameiginleg markmið lífeyrissjóðanna og stuðla að samheldni þeirra á milli auk þess að fjalla um þau mál sem hæst ber í starfsemi lífeyrissjóðanna á hverjum tíma. Þá er vakin athygli á málþingi um starfsendurhæfingu, sem haldið verður sama dag á Grand Hótel milli kl. 13.00 og 16.00. Að málþinginu standa Alþýðusamband Íslands, Landssamtök lífeyrissjóða, Samstarfsráð um endurhæfingu, Samtök atvinnulífsins, Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun