Fjölmennt námskeið um lífeyrissjóðalögin

Námskeið sem Landssamtök lífeyrissjóða efndu til í dag um lífeyrissjóðalögin var vel heppnað. Mikið fjölmenni var á námskeiðinu.

Í dag efndi Landssamtök lífeyrissjóða til námskeiðs um lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. 85 þátttakendur voru á námskeiðinu, einkum starfsfólk og stjórnarmenn lífeyrissjóða. Málshefjendur voru þeir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna, Bjarni Þórðarson, tryggingafræðingur, Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri ALVÍB og Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Námaskeiðinu stjórnaði Margeir Daníelsson, framkvæmdastjóri Samvinnulífeyrissjóðsins. Fjörugar umræður urðu um ýmiss álitaefni,en lögin eru mjög viðamikil eða alls 58 greinar. Hægt er að fá sent í E-mail helstu atriði úr erindunum í PowerPoint. Vinsamlegast biðjið um fundargögnin með beiðni á netfang Landssamtaka lífeyrissjóða sem er ll@ll.is